Fréttir

Margt að gerast hjá Rafík
Rafíþróttir | 3. mars 2021

Margt að gerast hjá Rafík

Rafíþróttadeildin fór af stað fyrr á árinu og hefur verið unnin gríðarleg vinna við myndum deildarinnar.  Nýr búnaður að bestu gerð var keyptur og aðstaðan orðin mjög fín í 88 húsinu.  Námskeiðin eru nánast orðin full og allt gengur vel.
Nú hefur verið stofnað  fyrsta lið Rafíþróttadeildar Keflavíkur eða Keflavík eSports í Call of Duty: Warzone.
Þetta eru spilararnir Friðrik Daði (frikkibjarna), Lúkas Daníel (byyytheway), Kamil Daníel (phAyzer) og Þorri (Sax)!🕹
Eftir nokkurn tíma hjá stórveldinu KR hafa strákarnir ákveðið að koma aftur heim í Keflavík og erum við hjá Rafík gríðarlega ánægð og spennt fyrir samstarfinu💥