Fréttir

Rafíþróttir | 16. mars 2021

Foreldrafundur og páskafrí

Fyrsti foreldrafundur Rafíþróttadeildar Keflavíkur verður í íþróttahúsinu á sunnubraut fimmtudaginn 25. mars í stóra salnum á 2. hæð klukkan 20.

Arnar Hólm stofnandi Rafíþróttaskóla Íslands kemur og fer yfir hvað rafíþróttir eru, ásamt því að svara fyrirspurnum.

Alexander Aron Hannesarson yfirþjálfari verður kynntur fyrir foreldrum.

Farið verður yfir reglur deildarinnar og hegðun iðkenda. Einnig verður athugað möguleika á að stofna foreldraráð. Ásamt öðrum málum.

Þessi fundur er bæði fyrir foreldra núverandi og framtíðar iðkendur.  Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá Rafíþróttadeild Keflavíkur