Fréttir

Keflavík sendir öfluga fulltrúa í rafíþróttadeildir RÍSÍ
Rafíþróttir | 12. ágúst 2024

Keflavík sendir öfluga fulltrúa í rafíþróttadeildir RÍSÍ

Keflavík sendir öfluga fulltrúa í rafíþróttadeildir RÍSÍ - Íslandsmeistarinn í Fortnite og nýtt Counter Strike 2 lið taka þátt í mótum sýnd á sjónvarpi Símans

 

Nú eru spennandi tímar framundan í rafíþrótta heiminum. Rafíþróttasamband Íslands hefur auglýst 7 deildir í mismunandi leikjum og mun Rafíþróttadeild Keflavíkur senda fulltrúa frá sér í 2 deildir.

 

Íslandsmeistarinn Í Fortnite Bragi Sigurður Óskarsson og Sigurður Breki Ólasson hafa staðfest viðveru sína í Fortnite mótið sem verður sýnt á sjónvarpi Símans nú í Haust. Þeir hafa verið virkir í ungmenntastarfi RAFÍK sem hefur stækkað gríðarlega. Það er augljóst að það er mikil þörf fyrir ungmennastarf í rafíþróttum. RÍSÍ mun halda 4 ungmennamót, 2 í Haust og 2 næsta Vor og verður spennandi að sjá vöxtinn á þeim mótum.

 

Rafíþróttadeild Keflavíkur skrifaði undir samning við Counter Strike 2 liðs sitt í dag og munu þeir taka þátt í Úrvalsdeildinni í Haust sem mun einnig vera sýnt á sjónvarpi Símans. Liðið skipa þeir

 

Nafn : Ferenc Szabo Nickname : z4n3 - Position : Captain/IGL

Nafn : Sigurður Þórhallsson Nickname : Instant - Position : Rifler/IGL

Nafn : Adam Szabo Nickname : Toker - Position : Rifler/AWP

Nafn : Bjarki Snær Halldórsson Nickname : snowy1 - Position : Rifler

Nafn : Brynjar Thor Gunnarsson Nickname : n1njaDOC - Position : Rifler

Nafn : Ólafur Ævar Kristinsson Nickname : Drjoli - Position : Rifler

 

Tækifærin í rafíþróttum eru mörg og erum við hjá Keflavík stolt að geta boðið upp á gott starf sem iðkendur geta komið og látið ljós sitt skína.

 

Myndasafn